Dries Mertens, leikmaður Napoli, náði ansi merkum áfanga í gær er liðið spilaði gegn RB Salzburg.
Mertens skoraði tvö mörk í góðum 3-2 sigri Napoli og er nú búinn að skora 116 mörk fyrir ítalska félagið.
Mertens hefur verið hjá Napoli undanfarin sex ár en hann kom frá PSV Eindhoven árið 2013.
Belginn er orðinn markahærri en Diego Maradona í sögu Napoli en hann skoraði 115 mörk á sínum tíma.
Aðeins einn maður hefur skorað fleiri mörk en Mertens fyrir Napoli en það er Marek Hamsik.
Hamsik lék í 12 ár fyrir Napoli og skoraði 121 mark en hann leikur í Kína í dag.