Max Taylor, 19 ára leikmaður Manchester United snéri aftur á knattspyrnuvöllinn í gær, í fyrsta sinn á þessu ári. Þessi ungi drengur greindist með krabbamein í upphafi árs.
Hann hefur ekkert getað leikið sökum þess, hann hefur náð fullum bata og var mættur aftur til leiks.
Taylor hefur ekki setið auðum höndum í baráttu sinni í veikindum, hann stofnaði styrktarfélag sem hefur safnað stórum fjárhæðum. Hann styrkir aðila sem lenda í sömu aðstæðum.
Taylor hóf æfingar í september en eftir svona erfið veikindi, tekur tíma til að byggja upp þol. Taylor snéri aftur í 4-1 sigri U23 ára liðs United í gær, gegn Swansea.
,,Þvílík stund, aftur á völlinn í 4-1 sigri með strákunum,“ skrifaði Taylor eftir leikinn.