Alfreð Finnbogason reyndist hetja Augsburg í dag sem spilaði við Bayern Munchen í Þýskalandi.
Alfreð hefur aðeins þurft að sætta sig við bekkinn undanfarið en kom inná sem varamaður á 69. mínútu.
Staðan var þá 2-1 fyrir Bayern en þeir Robert Lewandowski og Serge Gnabry gerðu mörkin.
Alfreð sá hins veger um að tryggja Augsburg stig en hann skoraði mark á 92. mínútu í 2-2 jafntefli.
Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Bayern tapar stigum en Augsburg kom sér úr fallsæti með jafnteflinu.