Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er talinn vera smá valtur í sessi eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
United hefur ekki virkað sannfærandi undanfarið eftir frábæran 4-0 sigur á Chelsea í fyrstu umferð.
United hefur aldrei byrjað tímabil eins illa í sögunni og mætir Liverpool um helgina í erfiðum leik.
Það er þó athyglivert að skoða það að Solskjær hefur byrjað betur hjá United en Jurgen Klopp gerði hjá Liverpool.
Klopp náði í 47 stig úr fyrstu 29 leikjum sínum hjá Liverpool en Solskjær hefur náð í 49 stig.
Klopp hefur síðan þá rifið lið Liverpool upp og vann liðið Meistaradeildina í sumar.