fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433

Giroud er alveg að fá nóg: ,,Gæti gert það sama og hjá Arsenal“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Olivier Giroud, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann gæti verið á förum frá félaginu.

Giroud er 33 ára gamall en hann fær nánast ekkert að spila undir stjórn Frank Lampard.

Þrátt fyrir það er Giroud fastamaður í franska landsliðinu og skoraði tvö mörk í verkefninu sem var að ljúka.

,,Ég er tilbúinn að berjast fyrir minni stöðu og stjórinn veit það. Svo tökum við ákvörðun í janúar,“ sagði Giroud.

,,Vil ég yfirgefa Chelsea? Ekki endilega en ég þarf að taka ákvörðun. Ég á nokkur falleg ár eftir.“

,,Ég er 33 ára gamall og er enn með lappirnar í að gera mitt, ég lifi heilbrigðum lífstíl og mér líður vel.“

,,Ég vil skemmta mér og spila fleiri leiki. Chelsea er númer eitt en ef ég þarf að taka ákvörðun þá get ég gert það sama og hjá Arsenal.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United