fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Kolbeinn stoltur af markametinu: Fólk var búið að afskrifa mig og hélt að ég væri búinn

Victor Pálsson
Mánudaginn 14. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Íslands í kvöld er hann skoraði í 2-0 sigri á Andorra.

Kolbeinn skoraði sitt 26. landsliðsmark og er nú með jafn mörg mörk og Eiður Smári Guðjohnsen.

Þrátt fyrir sigurinn er staða Íslands erfið í riðlinum eftir jafntefli Frakklands og Tyrklands.

,,Það var svekkjandi, sérstaklega fyrir mig líka því ég jafnaði markametið,“ sagði Kolbeinn um úrslitin í París.

,,Tilfinningin var góð á meðan hún lifði en það er greinilega ekki hægt að treysta á Frakkana.“

,,Ég er stoltur af tölfræðinni. Mér líður alltaf best þegar ég spila fyrir landsliðið og tölfræðin sýnir það. Vonandi get ég haldið áfram að bæta við þetta“

,,Ég er líka ánægður með að hafa komið til baka eftir þessi meiðsli og fólk kannski búið að afskrifa mig og héldu að ég væri búinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United