Rússland er búið að tryggja sér þátttökurétt á EM 2020 en þetta varð staðfest í kvöld er fjölmargir leikir fóru fram.
Rússlnad vann öruggan 5-0 sigur á Kýpur á útivelli og fer áfram í lokakeppnina ásamt Belgum.
Mikil spenna er í C riðli þar sem bæði Holland og Þýskaland spila og eru með 15 stig eftir sex leiki.
Holland vann 2-1 sigur á Hvíta-Rússlandi í kvöld þar sem Georginio Wijnaldum skoraði bæði mörkin. Þýskaland vann á sama tíma 3-0 sigur á Eistlandi.
Norður-Írland á þó enn möguleika á að stríða þessum liðum og er í þriðja sætinu með 12 stig.
Fleiri leikir fóru fram og hér má sjá úrslit kvöldsins.
Kýpur 0-5 Rússland
0-1 Denis Cheryshev
0-2 Magomed Ozdoev
0-3 Artem Dzyuba
0-4 Aleksandr Golovin
0-5 Denis Cheryshev
Kasakstan 0-2 Belgía
0-1 Michy Batshuayi
0-2 Thomas Meunier
Hvíta-Rússland 1-2 Holland
0-1 Georginio Wijnaldum
0-2 Georginio Wijnaldum
1-2 Stanislav Dragun
Eistland 0-3 Þýskaland
0-1 Ilkay Gundogan
0-2 Ilkay Gundogan
0-3 Timo Werner
Wales 1-1 Króatía
0-1 Nikola Vlasic
1-1 Gareth Bale
Slóvenía 0-1 Austurríki
0-1 Stefan Posch
Pólland 2-0 Norður-Makedónía
1-0 Przemyslaw Frankowski
2-0 Arkadiusz Milik