Rio Ferdinand segir að það séu engar líkur á að Manchester United sé við það að reka Ole Gunnar Solskjær.
Gengi United hefur verið slæmt undanfarin en Solskjær hefur nú þjálfað liðið í tæpt ár.
,,Það eru engar líkur á að félagið haldið að þetta yrði dans á rósum til að byrja með. Þeir eru ekki nógu barnalegir til að halda að þetta myndi breytast á einni nóttu,“ sagði Ferdinand.
,,Sársaukinn var alltaf að fara vera þarna til að byrja með, það var alltaf að fara koma upp staða þar sem úrslitin eru ekki að falla með þeim.“
,,Þess vegna held ég að þeir breyti engu strax. Það kæmi mér verulega á óvart ef ég myndi vakna einn daginn, opna blaðið og sjá að hann væri farinn.“