Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, gerði mistök á ferlinum er hann ákvað að kaupa Kevin Phillips ekki frá Sunderland á sínum tíma.
Phillips raðaði inn mörkum fyrir Sunderland og var keyptur til Aston Villa í kjölfarið.
Wenger sýndi leikmanninum þó áhuga en ákvað að lokum að fá Francis Jeffers sem gerði ekkert í London.
,,Aston Villa lagði fram tilboð í mig og á sama tíma vildi Arsene Wenger fá mig til Arsenal,“ sagði Phillips.
,,Í hvert skipti sem ég sé hann í dag þá segir hann við mig að hann hefði kannski frekar átt að kaupa mig en Francis Jeffers.“
,,Þetta var eiginlega bara peningakast á milli mín og Jeffers. Hann var aðeins yngri og þess vegna valdi Wenger hann.“