fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Plús og mínus: Lét sig falla eins og aumingi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. október 2019 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði við Frakkland í kvöld en um var að ræða leik í undankeppni EM.

Frakkar eru með eitt sterkasta lið heims um þessar mundir en þeir unnu heimsmeistaramótið í Rússlandi í fyrra.

Verkefnið var alltaf að fara að verða erfitt fyrir Ísland en strákarnir stóðu fyrir sínu á Laugardalsvelli.

Aðeins eitt mark var skorað í viðureigninni en það gerði Olivier Giroud fyrir gestina úr vítaspyrnu.

Antoine Griezmann féll með tilþrifum innan teigs eftir snertingu frá Ara Frey Skúlasyni og má segja að dómurinn hafi verið umdeildur en líklega réttur.

Lokastaðan 1-0 fyrir Frökkum hér heima og ljóst að útlitið er ekki of bjart fyrir íslenska liðið.

Plús:

Ragnar Sigurðsson var frábær í leiknum, hélt vörninni saman og þegar liðsfélagar hans voru tæpir á svellinu. Þá kom Ragnar til bjargar.

Kolbeinn Sigþórsson er afar mikilvægur fyrir íslenska liðið í stærri leikjum. Hann vann sem dæmi 10 af 12 skallaboltum í fyrri hálfleik, dugar ekkert minna.

Að mínu viti er það orðið ljóst að Birkir Bjarnason er fyrst og síðast frábær miðjumaður. Leysti hlutverkið í dag frábærlega, vann boltann, hélt stöðu vel. Hlýtur að fá klúbb og það góðan innan tíðar.

Það ber að hrósa stuðningsmönnum Íslands, voru frábærir í kvöld. Gamla góða stemmingin kominn aftur vonandi.

Mínus:

Antoine Griezmann fær stóran mínus, lét sig falla eins og aumingi þegar Ari rétt snerti hann. Frakkar fengu vítaspyrnu og þar unnu þeir leikinn. Dómurinn var líklega réttu en Griezmann féll með tilþrifum.

Það eru vond tíðindi fyrir íslenska landsliðið að missa Jóhann Berg Guðmundsson út, ljóst er að hann spilar ekki gegn Andorra á mánudag og gæti verið tæpur fyrir leikina mikilvægu í nóvember. Þar sem ísland getur tryggt sig á EM.

Þetta var ekki kvöldið sem ræður því hvort Ísland fari á EM, vinna síðustu þrjá leikina ætti að duga inn á EM.

Það var ekki bara vítapsyrnan sem ítalski dómarinn hefði getað sleppt, hann féll fyrir öllum dýfum og leiðindum Frakka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester