

Rebekah Vardy og eiginmaður hennar Jamie Vardy eru hætt við að eyða næstu dögum í Dubai, það er eftir opinberun Coleen Roony á því hvaðan lekinn úr hennar fjölskyldu í ensk götublöð hefur komið.
Enska götublaðið The Sun hefur síðustu ár flutt mikið af fréttum af Coleen Rooney og eiginmanni hennar, Wayne Rooney. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.
Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið.
Vinur Rooney hjónanna gómaður af Coleen: Hefur lekið öllu í The Sun – Eiginkona knattspyrnumanns
Coleen greindi svo frá því í fyrradag að það væri aðeins aðgangur Rebakah Vardy á Instagarm sem kæmi til greina. Rebekah hefur verið í rúst síðan, neitar öllu og er mætt heim til Englands til að bjarga orðspori sínu.
,,Ég spurði Coleen hvað væri í gangi, þetta var erfitt símtal. Ég sagði henni að hún hefði hengt mig fyrir framan alla, allur heimurinn hatar mig,“ sagði Becky í ítarlegu viðtali við Daily Mail í dag.
,,Ég taldi hana vera vin minn, hún niðurlægði mig. Coleen tjáði mér að þetta hefði verið erfitt fyrir sig, því hún hefði kunnað vel við mig.“
Rebekah segir að það hafi ekki tekið því að rífast. ,,Það væri eins og að rífast við dúfu, þú veist að þú hefur rétt fyrir þér en hún myndi samt skíta í hárið á þér.“
Það vekur furðu að Rebekah tjái sig. ,,Ef ég tala ekki, þá halda allir að ég hafi gert þetta og áreitið heldur áfram.“
Rebekah hefur fengið mikið af ljótum skilboðum eftir opinberum Coleen, hún hefur grátið.
,,Síðustu 24 tímana hefur þetta orðið meira og meira, ég ætlaði ekkert að segja en þetta orðið svo mikið bull. Fólk óskar þess að ég láti lífið, að börnin mín eigi að deyja. Að barnið sem ég geng með eigi að deyja, það myndi enginn sætta sig við svona.“
,,Ég er hörð af mér en ég hef grátið, það er erfitt að útskýra hversu erfitt þetta hefur verið.“
Rebekah segist skilja að Coleen hafi verið ósátt en lofar því að hún hafi ekki lekið neinu, það hafi einhver gert sem sér um Instagram reikning hennar. ,,Ég hef alltaf stutt hana, ég finn auðvitað til með Coleen og þeirri stöðu sem hún var í. Ég skil bara ekki af hverju hún gat ekki hringt í mig, frekar en að setja þetta á samfélagsmiðla. Hún drap orðspor mitt.“
Rebekah hefur stutt við bak Coleen þegar eiginmaður hennar Wayne Rooney, hefur verið fullur og heimskur. ,,Ég var í samskiptum við hana eftir að Wayne var tekinn að keyra fullur, ég hef verið vinur sem styð við hana.“