

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um vandræði félagsins.
Berbatov segir að United sé ekki að spila eins og lið og að leikmenn eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo væru í vandræðum á Old Trafford.
,,Janúarglugginn er alltaf erfiður og Manchester United er ekki að spila eins og lið þessa stundina,“ sagði Berbatov.
,,Það skiptir ekki máli hversu góður leikmaðurinn er, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo gætu farið þangað og verið í vandræðum.“
,,Það geta allir séð það að Manchester United þarf á hjálp að halda.“