

Rodri, leikmaður Manchester City, segir að Liverpool sé besta lið Evrópu eins og staðan er.
Liverpool hefur byrjað tímabilið frábærlega og er átta stigum á undan City í ensku úrvalsdeildinni.
Rodri viðurkennir að Liverpool sé betra lið en City þessa stundina.
,,Liðið til að sigra er Liverpool og það hefur verið þannig undanfarin tvö tímabil. Þeir eru Evrópumeistarar og allir vilja sigra þá, ekki bara við,“ sagði Rodri.
,,Þeir eru með frábært lið og hafa bætt sig mikið. Þeir eru best lið Englands og Evrópu um þessar mundir.“