fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Einar Orri og Magnús Þórir framlengja við Kórdrengi: „Stefnan sett á að fara beint upp úr 2. deildinni“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2019 14:08

Einar Orri og Magnús Þórir, hér fyirr miðju. Þegar þeir gengu í raðir Kórdrengja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Orri Einarsson og Magnús Þórir Matthíasson, hafa framlengt samninga sína við Kórdrengi um eitt ár, liðið leikur í 2. deildinni næsta sumar.

Báðir voru lykilmenn þegar Kórdrengir unnu 3. deildina í sumar Þetta lið sem er aðeins þriggja ára í deildarkeppni á Íslandi, hefur farið upp um tvær deildir á tveimur árum.

Einar og Magnús ólust báðir upp í Keflavík og léku lengi vel með liðinu í efstu deild, Kórdrengir eru stórhuga og vilja halda áfram að klifra upp um deildir.

,,Þetta var stærra skref fyrir mig í fyrra að fara þá í 3 deildina, eftir að við tryggðum okkur upp í sumar var alltaf áhugi hjá mér að vera áfram,“ sagði Einar Orri í samtali við 433.is eftir að hafa krotað undir nýjan samning. Leikmaður sem lið í efstu tveimur deildunum höfðu áhuga á.

Kórdrengir hafa gert vel síðustu ár og Einar er hrifinn af metnaði þeirra sem stjórna. ,,Ég kom inn í þetta á síðasta ári og þá var stefnan sett á að fara beint upp úr 3. deildinni. Núna erum við komnir í 2. deildina og þegar við vorum að skoða og ræða framhaldið, þá er stefnan sett á að fara beint upp úr 2. deildinni.“

Einar segir vel að öllu staðið hjá Kórdrengjum. ,,Allt í kringum klúbbinn er mjög gott, þetta sumar sem nú er á enda er eitt af mínum skemmtilegustu.“

Kórdrengir ætla að styrkja lið sitt fyrir komandi átök en bæði Guðjón Orri Sigurjónsson og Albert Brynjar Ingason hafa verið orðaðir við félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað

Aftur skoraði Liverpool sigurmark í blálokin – Evrópumeistararnir fara vel af stað
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Í gær

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga