Rob Green, fyrrum markvörður Chelsea, segir að leikmenn liðsins hafi verið steinhissa á síðustu leiktíð.
Maurizio Sarri var þá stjóri Chelsea en hann notaði vængmanninn Callum Hudson-Odoi mjög sparlega.
Green segir að leikmenn Chelsea hafi ekki skilið þá ákvörðun og að þessi 18 ára strákur hafi verið bestur á æfingum liðsins.
,,Við sátum saman í klefanum og hugsuðum með okkur: ‘hvernig fær hann ekki að spila?‘ sagði Green.
,,Hann var að fara illa með suma af bestu varnarmönnum heims á æfingum. Hann var alltaf sá besti.“
,,Það kom að því að sumir af bestu leikmönnum heims stóðu þarna og klöppuðu fyrir því sem hann var að gera.“