Erling Haland, stjarna Salzburg í Austurríki, er orðinn hundleiður á sögusögnum sem orða hann við Manchester United.
United er talið hafa áhuga á Norðmanninum sem er aðeins 19 ára gamall og þykir gríðarlegt efni.
Haland hefur skorað 15 mörk í aðeins 12 leikjum fyrir Salzburg en hann var áður á mála hjá Molde.
,,Það fylgir þessu góð pressa. Félagið hefur verndað mig aðeins en ég vona að það verði meira í framtíðinni,“ sagði Haland.
,,Það verður erfitt en við reynum. Ég vil fá vernd. Þessar sögusagnir eru hundleiðinlegar. Mér leiðist.“
,,Hversu leiðinlegt er þetta á skalanum 1 til 10? 9,9.“