

Romelu Lukaku, framherji Inter á það til að bæta hratt á sig og vera ekki í formi. Sú staðreynd var ein af ástæðum þess að Manchester United lét hann fara.
Lukaku mætti 104 kíló til leiks í sumar og var seldur til Inter, núna hefur Antonio Conte, stjóra Inter áhyggjur. Hann hefur áhyggjur af því hversu mikið Lukaku þarf að æfa, til að vera í formi.
,,Romelu er öðruvísi leikmaður, hann verður að æfa meira. Hann er með svo stóran líka, hann þarf að æfa mikið til að geta spilað. Til að vera í góðu form,“ sagði Conte.
,,Í upphafi tímabils var hann með vandræði í baki, núna er hann að glíma við önnur meiðsli. Hann gaf allt í leikinn gegn Juventus.“
,,Romelu vill gefa allt fyrir liðið, hann reynir að gera sitt besta. Vonandi eru meiðslin á enda og hann getur æft af krafti, til að vera í 100 prósent formi.“