

Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að félagið þurfi enn fimm nýja leikmenn til að berjast um titla.
United hefur byrjað tímabilið illa undir stjórn Ole Gunnar Solskjær sem keypti þrjá leikmenn í sumarglugganum.
,,Þeir þurfa fjóra eða fimm leikmenn til viðbótar. Solskjær fékk inn þrjá leikmenn en hann þarf sjö eða átta,“ sagði Giggs.
,,Það er ekki hægt að gera það í einum glugga svo það þarf að sýna þolinmæði, þetta tekur tíma.“
,,Það sem hann er að gera er eitthvað sem þurfti. Hann þarf að fá tíma.„