Daniel James, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hans fyrirmynd sé fyrrum leikmaður Chelsea.
James talar afar vel um Belgann Eden Hazard sem spilar í dag fyrir lið Real Madrid.
Hazard var lengi einn besti ef ekki besti leikmaður Englands áður en hann fór til Spánar.
,,Hvernig Hazard var hjá Chelsea, hvernig hann hreyfði sig, hann vissi hvenær hann átti að hlaupa og hvenær ekki,“ sagði James.
,,Hann er svo fljótur en hvernig hann stoppar og fer í þrýhirningsspil áður en hann nær skoti, það er eitthvað sem hann hefur gert allan sinn feril.“
,,Að komast í teiginn til að pota boltanum inn er eitthvað sem ég þarf að bæta. Þegar Hazard gerir þetta þá kemstu ekki nálægt honum.“