Inter 1-2 Juventus
0-1 Paulo Dybala
1-1 Lautaro Martinez(víti)
1-2 Gonzalo Higuain
Juventus vann gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld er liðið spilaði við Inter Milan í toppslag.
Það var frábær leikur á dagskrá en Juventus komst yfir eftir fjórar mínútur er Paulo Dybala skoraði.
Stuttu seinna var staðan orðin 1-1 en Lautaro Martinez skoraði þá úr víti eftir að Matthijs de Ligt hafði gerst brotlegur.
Markavélin Gonzalo Higuain skoraði svo sigurmark Juventus þegar 10 mínútur voru eftir en hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Juventus er komið á toppinn í deildinni og er einu stigi á undan Inter.