Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mun ekki spila gegn Frökkum á föstudaginn.
Aron er að glíma við ökklameiðsli en hann meiddist í leik gegn Al-Kohr um helgina.
Því miður þá skaddaði Aron liðbönd í ökkla og verður ekki klár gegn Frakklandi og heldur ekki Andorra.
Al-Arabi, lið Arons, hefur nú staðfest það að Aron þurfi að fara í aðgerð vegna meiðslana.
Félagið veit enn ekki hversu lengi Aron verður frá en ljóst að hann mun ekki spila á næstunni.