Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur beðið stuðningsmenn liðsins afsökunar.
United tapaði 1-0 gegn Newcastle í dag og er í vandræðum í ensku deildinni. Liðið er 15 stigum frá toppliði Liverpool.
Solskjær viðurkennir að gengið sé ekki nógu gott og segir að það verði erfitt að komast í Evrópusæti.
,,Ég bið stuðningsmennina afsökunar á því að við séum ekki að vinna leiki,“ sagði Norðmaðurinn.
,,Við höfum sett okkur erfitt markmið að komast í topp fjóra og líka topp sex.“
,,Við þurfum að ná í úrslitin og fá meðbyr. Þetta félag ætti að vera að vinna alla sína leiki.“