David de Gea, markvörður Manchester United, hefur aldrei upplifað eins erfiða tíma hjá félaginu og þessa stundina.
Þetta sagði De Gea í dag eftir 1-0 tap liðsins gegn Newcastle þar sem ekkert gekk upp.
,,Það vantar allt. Við þurfum að bæta mikið. Þeir voru betra liðið í dag. Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði De Gea.
,,Við þurfum að halda áfram að reyna og bæta okkur á hverjum degi. Þetta eru erfiðir tímar fyrir okkur.“
,,Já þetta er örugglega erfiðasti tími sem ég hef upplifað hérna. Ég veit ekki hvað er í gangi. Við getum ekki einu sinni skorað eitt mark í tveimur leikjum.“