Hörður Björgvin Magnússon hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum en þetta var staðfest í kvöld.
Hörður meiddist á fimmtudaginn er hann spilaði með CSKA Moskvu í Evrópudeildinni.
Hörður er að glíma við ökklameiðsli en hann náði þó að klára leikinn í vikunni sem tapaðist.
KSÍ greinir frá því í kvöld að Hörður hafi því miður neyðst til að draga sig úr leikmannahópnum.
Allar líkur eru á því að Hólmar Örn Eyjólfsson verði kallaður inn í hans stað.