Sif Atladóttir, landsliðskona, opnaði sig í ítarlegu viðtali við RÚV sem sýnt verður í kvöld í íþróttafréttum.
Þar mun Sif ræða föðurmissi sinn en hún er dóttir Atla Eðvaldssonar sem lést nýlega eftir baráttu við krabbamein.
Atli var stórkostlegur knattspyrnumaður og dáður af þeim sem fengu að kynnast honum á lífsleiðinni.
Það var missir fyrir alla þjóðina þegar Atli kvaddi þennan heim en að vonum meiri missir fyrir hans fjölskyldu.
Brot af viðtalinu við Sif var birt á Twitter-aðgang RÚV í dag en það verður svo birt að fullu í kvöld.
Brotið má sjá hér.
Sif Atladóttir missti föður sinn, Atla Eðvaldsson sama dag og Ísland mætti Slóvakíu í síðasta mánuði. Við settumst niður með Sif í Lettlandi í dag þar sem Sif opnaði sig um föðurmissinn. Sýnt verður úr viðtalinu í íþróttafréttum kl. 19:40 í kvöld og á https://t.co/C3cj7fjGZ5. pic.twitter.com/4FJsPcpA3G
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) 6 October 2019