Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er ekki að biðja félagið um 600 þúsund pund á viku.
Frá þessu greinir the Mirror en blaðið ræddi við mann sem starfar fyrir félagið.
Talað var nýlega um að Pogba væri að heimta 600 þúsund pund á viku en annars myndi hann heimta að komast burt næsta sumar.
,,Pogba er bara að einbeita sér að því að komast í stand og reyna að hjálpa liðinu,“ er haft eftir talsmanni United.
,,Þessar sögur um að hann vilji fá 600 þúsund pund á viku eru ekki sannar. Paul á tvö ár eftir af samningnum svo tíminn er með honum í liði.“
,,Félagið greindi frá því í sumar að við vildum halda Paul og það er ennþá staðan í dag.“