Zlatan Ibrahimovic, leikmaður LA Galaxy, fagnaði 38 ára afmæli sínu á dögunum.
Zlatan er goðsögn í sögu knattspyrnunnar en hann líklega besti sænski leikmaður allra tíma.
Zlatan gerði garðinn frægan í Evrópu og lék með liðum á borð við Juventus, Inter, Barcelona, PSG og Manchester United.
Nú er Zlatan að enda feril sinn í Bandaríkjunum en þrátt fyrir aldurinn þá raðar hann inn mörkum.
Zlatan keypti sér afmælisgjöf þann 3. október en hann er nú stoltur eigandi Ferrari Monza SP2.
Það er gríðarlega sjaldgæf útgáfa af þeirri bifreið en hún kostaði Zlatan 1,4 milljónir punda.