Laurent Koscielny hefur útskýrt af hverju hann ákvað að yfirgefa lið Arsenal í sumar.
Koscielny reyndi allt til að komast burt í sumar og neitaði til að mynda að ferðast með Arsenal í æfingaferð.
Hann fékk loksins ósk sína uppfyllta og skrifaði undir samning við Bordeaux í heimalandinu.
,,Tímabilið á Englandi er mjög langt og það reynir mikið á bæði andlega og líkamlega,“ sagði Koscielny.
,,Ég taldi ekki að eg gæti spilað 40-50 leiki og ég vildi ekki enda ferilinn á meiðslalistanum. Ég fór í minni gæði en ég nýt þess meira.“
,,Annað hvort hefði ég endað ferilinn þarna eða skipt um félag. Fjölskyldan taldi að þetta væri rétti tíminn.“