Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, sér alls ekki eftir því að hafa selt Romelu Lukaku í sumar.
Lukaku var seldur til Inter Milan en United hefur verið í basli með að skora mörk á þessu tímabili.
Solskjær sér þó ekki eftir neinu og er ánægður með að Lukaku sé nú kominn annað.
,,Ég get sagt það [að það vanti framherja] en ég tók þessa ákvörðun og ég tók hana glaðlega,“ sagði Solskjær.
,,Þessir leikmenn gætu verið með mikil gæði en Romelu var ekki með hausinn hérna svo við gætum unnið saman.“
,,Ég vil ekki tala of mikið um aðra leikmenn. Ég virði Romelu en tími hans var liðinn hérna.“