David Luiz, leikmaður Arsenal, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við félagið í sumar.
Luiz yfirgaf Chelsea fyrir Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans en sú ákvörðun er ekki vinsæl hjá öllum.
Það er engin vinátta á mill Chelsea og Arsenal en Luiz ræddi við Frank Lampard, stjóra þess fyrrnefnda og ákvað svo að fara.
,,Þetta var einstaklingsákvörðun sem var tekin eftir hreinskilið samtal á milli mín og Frank,“ sagði Luiz.
,,Við höfðum mismunandi skoðanir varðandi framtíðina og þess vegna ákvað ég að taka annan möguleika.“
,,Það er alltaf erfitt því það er rígur þarna á milli en ég ákvað að yfirgefa Chelsea áður en Arsenal bauð í mig.“
,,Um leið og ég ákvað að fara – eftir nokkra daga – þá kom tilboð frá Arsenal og það er annað frábært félag, ég hugsaði mig ekki tvisvar um.“