Leikur Liverpool og Leicester í ensku úrvalsdeildinni var sérstakur fyrir Brendan Rodgers í gær.
Rodgers og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap á Anfield þar sem sigurmarkið kom á 95. mínútu.
Rodgers var áður þjálfari Liverpool en hann tók við árið 2012 og spilaði fyrsta leik sinn gegn FC Gomel í Evrópudeildinni.
Það er áhugavert að skoða byrjunarliðið í fyrsta leik Rodgers hjá Liverpool en hann var svo rekinn í október árið 2016.
Aðeins einn leikmaður í því liði spilar með Liverpool í dag, miðjumaðurinn Jordan Henderson.
Hér má sjá liðið.
Markvörður:
Brad Jones
Varnarmenn:
Glen Johnson
Jamie Carragher
Martin Skrtel
Jose Enrique
Miðjumenn:
Stewart Downing
Jay Spearing
Steven Gerrard
Jordan Henderson
Joe Cole
Framherji:
Fabio Borini