Hamza Choudhury, leikmaður Leicester City, varð fyrir ljótri árás á samskiptamiðlum í gær.
Choudhury var gagnrýndur eftir leik við Liverpool þar sem hann braut groddaralega á Mohamed Salah.
Choudhury fékk gult spjald fyrir brotið en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gagnrýndi þá ákvörðun eftir leik.
Miðjumaðurinn varð fyrir ógeðslegu kynþáttahatri eftir brotið og var kallaður öllum illum nöfnum.
,,Farðu aftur í hellinn þinn, api,“ var á meðal þess sem skrifað var til Choudhury sem er svartur á hörund.
Kynþáttaníð hefur verið algengt á Englandi undanfarna mánuði og er erfitt að koma í veg fyrir þessa heimsku ‘stuðningsmanna’.