Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er búinn að eyða Twitter-aðgangi sínum.
Solskjær hefur ekki verið virkur á samskiptamiðlinum en var þó með aðgang sem var stofnaður árið 2014.
Nú hefur Norðmaðurinn ákveðið að eyða aðgangnum eftir gagnrýni eftir markalaust jafntefli við AZ Alkmaar á fimmtudag.
Hann hefur þó einnig fengið stuðning og svaraði einum stuðningsmanni United áður en hann kvaddi.
,,Takk fyrir skilaboðin. Ég er ánægður með að einhver sjái bætinguna. Sóknarleikurinn mun koma,“ sagði Solskjær.
Þetta er kveðja sem Solskjær sendi á aðganginn @Utdarena sem er vinsæl stuðningsmannasíða félagsins.