Sadio Mane dýfði sér í dag er hann tryggði Liverpool vítaspyrnu í 2-1 sigri á Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta segir Kevin Kilbane, sérfræðingur BBC en Mane fiskaði víti í uppbótartíma sem James Milner skoraði úr.
Dómurinn var umdeildur af mörgum og segir Kilbane að dómarinn hafi gert mistök.
,,Ég er ekki sammála því að þetta sé vítaspyrna, það var snerting upphaflega hjá Albrighton á Mane,“ sagði Kilbane.
,,Mane komst burt og dýfði sér svo. Þeir geta ekki snúið þessum dómi við því þetta eru ekki augljós mistök og það var snerting.“
,,Að mínu mati þá lét Mane sig detta til að fiska vítaspyrnuna.“