Eden Hazard er loksins búinn að opna markareikninginn fyrir lið Real Madrid á Spáni.
Hazard kom til Real frá Chelsea í sumar en hann hefur byrjað nokkuð hægt með sínu nýja liði.
Real mætti Granada á heimavelli í dag og hafði betur 4-2 þar sem Belginn skoraði.
Hazard kom Real í 2-0 á 45. mínútu leiksins en Karim Benzema hafði áður skorað fyrir heimamenn.
Luka Modric bætti svo við þriðja marki Real í seinni hálfleik og James Rodriguez gerði það fjórða.