Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét leikmannn Leicester City heyra það eftir leik liðanna í dag.
Leikmaðurinn umræddi er Hamza Choudhury sem braut á Mohamed Salah í 2-1 sigri Liverpool.
Choudhury fékk gult spjald fyrir brotið en Klopp var virkilega óánægður með þann dóm.
,,Er hann í lagi? Hvernig getur hann verið í lagi? Hann haltraði af velli,“ sagði Klopp.
,,Ég stend hérna og ætti að vera ánægður með strákana en ég kemst ekki yfir gula spjald Choudhury.“
,,Hvernig fær hann bara gult? Hann ætti að vita betur. Hann þarf að róa sig niður.“
,,Þú getur ekki bara farið í manninn og það er gult. Mo liggur kvalinn í búningsklefanum.“