Liverpool tapaði næstum stigum í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Leicester City.
Það var hörkuleikur á Anfield en honum lauk með 2-1 sigri Liverpool er Brendan Rodgers sneri aftur þangað.
Sadio Mane kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en James Maddison jafnaði svo metin fyrir Leicester á 80. mínútu.
Það var svo ekki fyrr en á 95. mínútu er James Milner tryggði Liverpool þrjú stig með mark á vítapunktinum.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson áttust við á sama tíma á Turf Moor, heimavelli Burnley.
Þeir byrjuðu báðir fyrir sín lið en Everton tapaði 1-0 þar sem Jeff Hendrick kláraði leikinn fyrir heimamenn.
Aston Villa vann þá magnaðan 5-1 útisigur á Norwich og Watford og Sheffield United skildu jöfn.
Liverpool 2-1 Leicester
1-0 Sadio Mane(40′)
1-1 James Maddison(80′)
2-1 James Milner(víti, 95′)
Burnley 1-0 Everton
1-0 Jeff Hendrick(72′)
Norwich 1-5 Aston Villa
0-1 Wesley(14′)
0-2 Wesley(30′)
0-3 Jack Grealish(49′)
0-4 Conor Hourihane(61′)
0-5 Douglas Luiz(83′)
1-5 Josip Drmic(88′)
Watford 0-0 Sheffield United