Hugo Lloris, markvörður Tottenham, verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.
Lloris fór úr lið í dag er Tottenham spilaði við Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
Frakkinn meiddist eftir aðeins þrjár mínútur en hann féll á óþægilegan hátt og gerði sig sekan um mistök um leið.
Þessi mistök kostuðu mark en Neal Maupay skoraði mark fyrir Brighton eftir örfáar mínútur.
Lloris féll aftur á bak og fór í kjölfarið úr lið og er útlitið ekki bjart.
Hér má sjá myndband af því en það er þó ekki fyrir viðkvæma.