Brighton 3-0 Tottenham
1-0 Neal Maupay(3′)
2-0 Aaron Connolly(32′)
3-0 Aaron Connolly(65′)
Brighton valtaði yfir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en liðin áttust við á Amex vellinum.
Brighton byrjaði mjög vel en eftir þrjár mínútur þá var staðan orðin 1-0 eftir mark Neal Maupay.
Það kom eftir mistök Hugo Lloris í marki Tottenham en hann handleggsbrotnaði er hann missti boltann í markið.
Það var svo Aaron Connolly sem bætti við tveimur mörkum fyrir Brighton í leiknum og hafði liðið betur, 3-0.