fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Grótti lagði mikið í sölurnar til að halda Óskari: Leita að eftirmanni hans

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 5. október 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var í dag ráðinn þjálfari Breiðabliks, til næstu fjögurra ára. Óskar sagði upp hjá Gróttu.

Óskar vann frábært starf með Gróttu, á tveimur árum fór liðið upp úr 2. deild og í sumar úr 1. deildinni, magnaður árangur með ungt lið.

,,Stjórn deildarinnar lagði mikið í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Óskars Hrafns í herbúðum félagsins, en virðir ákvörðun hans,“ segir í yfirlýsingu Gróttu.

Yfirlýsing Gróttu:
Í morgun tilkynnti Óskar Hrafn Þorvaldsson okkur að hann hefði ákveðið að segja upp samningi sínum við Gróttu og sigla á önnur mið. Stjórn deildarinnar lagði mikið í sölurnar til að tryggja áframhaldandi veru Óskars Hrafns í herbúðum félagsins, en virðir ákvörðun hans. Óskar vann frábært starf hjá félaginu, sem við þökkum honum fyrir hönd leikmanna, starfsfólks, stjórnar og stuðningsmanna. Unnið er að ráðningu eftirmanns hans í starfið.

Framundan er spennandi ævintýri fyrir hið unga og hugrakka lið félagsins. Við finnum þann mikla meðbyr sem er með liðinu og starf okkar næstu misseri miðar að því að undirbúa drengina eins og best verður á kosið fyrir Pepsi max deildina. Allt Gróttufólk stendur þétt við bakið á sínum mönnum og mun mæta þeim nýju áskorunum sem bíða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni
433Sport
Í gær

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester