Loris Karius, markvörður Besiktas, hefur enn trú á því að hann geti spilað fyrir lið Liverpool.
Karius gerði sig sekan um slæm mistök árið 2018 er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Karius var svo lánaður til Besiktas en hann hefur enn smá trú á því að hann geti varið mark enska liðsins.
,,Mun ég spila fyrir Liverpool aftur? Auðvitað er það möguleiki og gott að vera ennþá þar,“ sagði Karius.
,,Kannski mun ég spila fyrir þá aftur, þú veist aldrei. Það er þó langt í það. Ef það er ekki Liverpool þá verður það annað gott lið. Ég hef engar áhyggjur.“