Aaron Ramsey, leikmaður Juventus, segir að Cristiano Ronaldo sé mjög eðlilegur maður.
Ronaldo er stórstjarna í boltanum en hann hefur verið einn allra besti leikmaður heims í mörg ár.
Ramsey samdi við Juventus í sumar og tjáði sig aðeins um hvernig það var að hitta Ronaldo.
,,Hann var bara eins og allir aðrir, hann bauð mig velkominn,“ sagði Ramsey við the BBC.
,,Auðvitað er hann einn sá besti sem hefur spilað íþróttina en hann er bara venjulegur maður.“
,,Hann brýtur ísinn um leið og þú mætir og það er eins og að tala við hvern sem er.“