Aron Einar Gunnarsson meiddist í gær er hann lék með Al-Arabi gegn Al-Kohr í Katar.
Aron varð fyrir ljótri tæklingu í seinni hálfleik en golfbíll þurfti að keyra hann af velli vegna þess.
Aron er meiddur á ökkla en eins og staðan er þá er óvíst hversu alvarleg þessi meiðsli eru.
Al-Arabi hefur staðfest það að Aron sé ekki ökklabrotinn en hann mun fara í nánari skoðanir á sunnudaginn.
Það er alls ekki víst að Aron geti spilað gegn Frökkum á föstudaginn sem væri áfall fyrir íslenska liðið.