Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, myndi hætta hjá félaginu ef myndavél myndi taka hann upp í klefa liðsins.
Þetta staðfesti Klopp í dag en hann var spurður út í myndband sem var birt af Jesse Marsch, stjóra Salzburg eftir leik við Liverpool í vikunni.
Þar mátti sjá Marsch öskra á sína leikmenn eftir að hafa verið 3-1 undir í fyrri hálfleik á Anfield.
Leiknum lauk svo með 4-3 sigri Liverpool en Salzburg tókst að jafna metin í 3-3 á ótrúlegan hátt.
,,Ef Liverpool myndi birta svona myndband af mér þá myndi ég segja upp,“ sagði Klopp.
,,Það er sannleikurinn og það er allt sem ég hef að segja um þetta mál.“