Það er ekki víst að stórstjarnan Kylian Mbappe geti spilað gegn Íslandi í undankeppni EM.
Mbappe mun ekki spila með Paris Saint-Germain á morgun sem leikur við Angers í frönsku úrvalsdeildinni.
Þetta staðfesti Thomas Tuchel, stjóri PSG í dag en Mbappe er að glíma við meiðsli og er að jafna sig.
Það á eftir að koma í ljós hvort Mbappe spili þegar Frakkland spilar við Ísland eftir nákvæmlega viku.
Það væri skellur fyrir Frakka ef Mbappe getur ekki spilað en hann er eitt helsta vopn liðsins.