Aron Einar Gunnarsson gæti verið alvarlega meiddur en hann leikur með Al-Arabi í Katar.
Aron spilaði með liði Al-Arabi í kvöld sem mætti Al Khor í fimmtu umferð deildarinnar.
Staðan er 3-1 þessa stundina fyrir gestunum í Al-Arabi þegar örfáar mínútur eru eftir.
Samkvæmt heimildum 433.is þá meiddist Aron í seinni hálfleik og þurfti að keyra hann af velli.
Að svo stöddu er ekki víst hversu alvarleg meiðslin eru eða hvort þau muni koma í veg fyrir þátttöku Arons með landsliðinu.
Uppbótartíminn var langur í leiknum vegna meiðsla Arons og er útlitið ekki bjart að svo stöddu.
Aron er meiddur á ökkla og eins og má sjá á myndinni hér fyrir ofan þá virkaði hann sárkvalinn.