Erik Hamren hefur valið 25 manna leikmannahóp fyrir komandi leiki gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM.
Albert Guðmundsson er fjarverandi vegna fótbrots en Hörður Björgvin Magnússon er í hópnum, hann meiddist lítilega í gær.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir án félags en eru aftur í hópnum að þessu sinni.
Smelltu hér til að sjá hópinn.
,,Ég vil ræði Emil og Birki, fyrir suma er þetta umdeild ákvörðun,“ sagði Erik Hamren um valið.
,,Ég skil þá sem hafa aðra skoðun, ég hef hugsað mikið út í þetta. Þetta er óvenjuleg staða, að hafa tvo leikmenn án félags.“
Birkir og Emil voru í sömu stöðu í september. ,,Við töldum að þeir myndu fá lið eftir síðasta verkefni, við höfum mikið rætt hvað sé rétt. Ég er viss um að þetta sé best fyrir hópinn, þeir hafa gæði og renyslu. Þeir hafa virðingu í hópnum.“