Hörður Björgvin Magnússon spilaði með liði CSKA Moskvu í gær sem lék gegn Espanyol. Um var að ræða leik í Evrópudeildinni en Espanyol vann góðan 2-0 útisigur í Rússlandi.
Nú er komið í ljós að Hörður er meiddur en hann yfirgaf völlinn á hækjum í gær sem er áhyggjuefni.
Smelltu hér til að sjá hópinn.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari valdi Hörð í hóp sinn fyrir komandi verkefni gegn Andorra og Frakklandi.
Hörður fer í myndatöku í dag og þá kemur í ljós hvort hann sé klár í slaginn.