fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Fimm verkefni sem Óskar Hrafn þarf að leysa fljúgi hann í Kópavoginn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2019 11:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er í viðræðum við þjálfara um að taka við karlaliði félagsins, eins og fram hefur komið ræða Blikar við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Gróttu.

Talið er að Óskar Hrafn taki við Blikum á allra næstu dögum, hann hefur unnið magnað starf með Gróttu en tekur skrefið nú í næsta besta lið landsins, síðustu tveggja ára.

,,Það eru viðræður í gangi, þetta fer vonandi að taka á sig mynd,“ sagði Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks við 433.is í dag en vildi lítið annað gefa upp þegar við ræddum við hann í dag.

Það eru talsvert af verkefnum sem Óskar þarf að leysa fyrst um sinn í Kópavogi, hér að neðan eru fimm sem ættu að vera ofarlega á blaði. Taki hann við liðinu.


Velja sinn markvörð
Breiðablik samdi við Anton Ara Einarsson í sumar, hann kemur frá Val og mun keppa við Gunnleif Gunnleifsson um stöðuna. Miðað við leikstíl Óskars er líklegra að hann velji Anton, hann er betri í löppunum. Óskar vill spila út frá markverði, ekki er hins vegar einfalt mál að horfa fram hjá einum besta markverði Íslandssögunnar

Búa til leikstíl
Eitt af því sem rætt var í stjóratíð Ágúst Gylfasonar, var að liðið hefði ekki neinn leikstíl. Óskar Hrafn hefur sína hugmyndafræði sem virkaði hjá Gróttu, ansi líklegt verður að teljast að hann reyni að koma sama plani inn í Breiðablik

Losa nokkra leikmenn
Breiðablik vill keppa um titla en félagið vill ekki hafa eldri leikmenn sem leggja lítið á borðið, ef marka má ástæður þess að Ágúst Gyflason er ekki áfram. Þórir Guðjónsson og Arnar Sveinn Geirsson eru menn sem eru sagðir til sölu. Það væri í takt við hugmyndafræði Breiðabliks og Óskars.

Leysa bakvarðarvandræði:
Jonathan Hendricx fór og Davíð Ingvarsson fékk ekki fullt traust, Alfons Sampsted kom svo um mitt sumar og leysti margt. Óskar þarf að leysa stöðuna, líklegt er að Blikar reyni að fá Alfons heim frá Svíþjóð og að Davíð fái traustið vinstra megin.

Kveikja líf í góðum leikmönnum
Damir Muminovic, Elfar Freyr Helgason og Gísli Eyjólfsson eru dæmi um menn sem eiga mikið inni, miðað við frammistöðu sumarsins. Óskar þarf að kveikja neistann í þeim, þá eiga Blikar að geta fengið miklu meira út úr Viktori Karli Einarssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Einn óvinsælasti leikmaður liðsins staðfestir að hann sé ekki að fara

Einn óvinsælasti leikmaður liðsins staðfestir að hann sé ekki að fara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Færa stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir

Færa stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eins og konungur í ríki sínu eftir að hafa lent á karabísku eyjunni – Sjáðu myndirnar

Eins og konungur í ríki sínu eftir að hafa lent á karabísku eyjunni – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

‘Betri leikmaður en Haaland og Osimhen’

‘Betri leikmaður en Haaland og Osimhen’
433Sport
Í gær

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Í gær

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar