Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að Mesut Özil eigi ekki skilið að fá pláss í hópnum þessa stundina.
Özil var ekki valinn í hóp Arsenal í gær sem vann 4-0 sigur á Standard Liege í Evrópudeildinni.
Það er útlit fyrir að Özil eigi litla framtíð fyrir sér hjá félaginu ef hann kemst ekki einu sinni á varamannabekkinn.
,,Í hvert skipti þá hugsa ég um bestu leikmennina sem ég get valið og þá sem geta hjálpað okkur,“ sagði Emery.
,,Þegar ég ákveð að hann sé ekki í hópnum þá er það því annar leikmaður á það meira skilið.“
,,Á sunnudaginn er annar leikur og þá tökum við sömu ákvörðun.“